Home » Trúin, ástin og efinn by Guðbergur Bergsson
Trúin, ástin og efinn Guðbergur Bergsson

Trúin, ástin og efinn

Guðbergur Bergsson

Published 1988
ISBN :
Hardcover
214 pages
Enter the sum

 About the Book 

Séra Rögnvaldur á Staðastað hefur séð tímana tvenna og komið víða við í lífinu. Hér rifjar hann up æsku sína í Hafnarfirði, námsárin í guðfræðideild Háskóla Íslands, námsdvöl erlendis og fyrstu pretskaparárin í Bjarnanesi í Hornafirði. Hér er brugðiðMoreSéra Rögnvaldur á Staðastað hefur séð tímana tvenna og komið víða við í lífinu. Hér rifjar hann up æsku sína í Hafnarfirði, námsárin í guðfræðideild Háskóla Íslands, námsdvöl erlendis og fyrstu pretskaparárin í Bjarnanesi í Hornafirði. Hér er brugðið upp eftirminnilegum myndum af íslensku þjóðlífi kreppuára og stríðsgróða, að ógleymdum fyrstu embættisárum ungs prests á tímum kalda stríðsins.Séra Rögnvaldur ræðir hispurslaust um þær róttæku lífsskoðanir sem hann hlaut í veganesti í foreldrahúsum og leit sína að leið til að samrýma þær hlutverki prests í íslensku þjóðkirkjunni. Hann rekur efasemdir sínar og innri togstreitu er hann stendur reynslulaus frammi fyrir ábyrgð sálusorgarans uns hann sannfærist að ekkert er tilviljun og honum er ætlað að takast á við hlutverk prestsins. Inn í þessa margslungnu sögu fléttast ástir og tilfinningamál næmgeðja manns og tæpitungulausar lýsingar á samferðamönnum - ávirðingum þeirra og mannkostum.Guðbergur Bergsson rithöfundur skráir sögu séra Rögnvalds af þeim djúpa og næma skilningi sem honum er gefinn. Hann víkur hiklaust af troðnum slóðum íslenskra ævisagna þegar söguefnið gefur tilefni til og fyllir frásögnina ólgandi fjöri og kankvísi þótt undiraldan sé þung og þrungin alvöru.